IOGT á Íslandi

  

Jólapakki saman

  

 

IOGT - int logo

 

 

logo ACTIVE

 

hvitjol 2017

Hvít jól er forvarnarátak sem miðar á áfengisneyslu fullorðinna á jólunum. Verkefnið er þróað af IOGT hreyfingunni í Svíþjóð og Finnlandi. Átakið hefur verið keyrt í nokkur ár í Svíþjóð og er farinn að breiðast til annarra landa. Svo sem Noregs, Færeyja, Íslands og Slóvakíu. Markmið átaksins er að vekja athygli á spurningunni hvers vegna áfengi ætti að vera svo stór þáttur af jólahátíðinni sem miðar svo mikið að börnum. Það dregur líka fram í dagsljósið börn sem ekki eiga að þola að búa við misnotkun áfengis hjá foreldrum. Mörg börn bera kvíðboga gagnvart rauðum dögum almanaksins þar sem foreldrar nota oft frídaga til áfengisneyslu og þess vegna viljum við Hvít Jól.

Í ÁR HAFA  22  SKRÁÐ SIG SEM SENDIHERRAR FYRIR HVÍT JÓL.
Skráðu þig hér:
Nafn
Netfang
Póstnúmer
 

Fylgist með Hvít Jól á facebook  og erlendum Hvít Jól síðum

       Weisse Weihnachten in Island  Weisse Weihnachten in Deutschland    Weisse Weihnachten in Schweden  Weisse Weihnachten in Norwegen  Weisse Weihnachten in Finnland  Weiße Weihnacht in der Schweiz      

Hvít Jól fulltrúar og sendiherrar

Hér er skriflega formið sem við notum til staðfestingar á þátttökunni

Sendiherrar Hvítra Jóla eru þeir sem taka undir hvatningu okkar að halda hátíðina Vímulaust og kvitta undir yfirlýsinguna.

Hvít Jól fulltrúar 2017 - Tökum afstöðu

Fulltrúar Hvítra Jóla eru þeir sem velja að nota ekki áfengi hátíðisdagana 24.-26. desember og hvetja aðra til að eiga vímulaus jól. Tökum afstöðu og fáum fleiri í lið með okkur.

 

Átakinu er skipt í tvo þætti. Annars vegar að fullorðnum og hins vegar börnum undir 18 ára aldri. Fullorðni þátturinn er til að breyta norminu og skoðunum gangnvart áfengisneyslunni. Þessi þáttur innifelur að finna flotta sendiherra sem standa fyrir góð gildi. Sendiherrarnir skrá sig á heimasíðuna eða hjá fulltrúum Hvít Jól. Flott fyrirtæki sem taka upp þessa stefnu líka og taka afstöðu gegn því að gefa áfengi í jólagjafir og láta vita af því. Fyrirtækin hvetja líka sitt starfsfólk til að halda upp á hvít jól án áfengis og vímuefna. Fjölmiðlaumræða er mikilvæg í þessu átaki og þurfum við að hvetja sem flesta til að vera með.

Gagnvart börnum og ungmennum eru settar upp skemmtanir í vímulausu umhverfi sem þau geta þá sótt í til að fá frí frá neyslu á þeirra heimili. Þar geta þau fengið stuðning og tilvísun í leiðir sem geta leitt til lausnar á þeirra vanda.

25.11.2015
Hvít Jól 2015
Peppi

Aðalsteinn Gunnarsson Framkvæmdastjóri skrifar

Jólaandinn er vímulaus. Þrátt fyrir það hamast áfengisiðnaðurinn við að auglýsa nauðsyn þess að nota vínanda yfir jólin. Það er mikilvægt að við áttum okkur á að við þurfum ekki áfengi til að gleðjast. Við þurfum að hugsa um þá sem eru í kringum okkur.

Lesa meira...
02.01.2015
Hvít Jól 2014
Hvit_Jol_Oll_born
Við þökkum fyrir undirtektirnar við Hvít Jól 2014 átakinu og öllum þeim sem gerðust fulltrúar. Um 2000 manns gerðust beinir fulltrúar átaksins og báru þannig skilaboðin áfram út í samfélagið. Reynslan af átakinu er góð og tók fólk okkur fagnandi. Næstu jól höldum við aftur úti verkefninu og er þá líklegt að fleiri þekki til okkar og verði Lesa meira...

Frá IOGT á Íslandi í tilefni af jólum

Aðalsteinn Gunnarsson Framkvæmdastjóri skrifar

Virðum rétt barna, líka rétt þeirra gagnvart neyslu áfengis.
Hugur okkar leitar að góðum gildum í aðdraganda jóla. Hugurinn leitar til þeirra sem um allan heim beita sér fyrir friðsamlegri baráttu sína fyrir grundvallar mannréttindum.