IOGT á Íslandi

  

Jólapakki saman

  

 

IOGT - int logo

 

 

logo ACTIVE

 

hvitjol 2017

Hvít jól er forvarnarátak sem miðar á áfengisneyslu fullorðinna á jólunum. Verkefnið er þróað af IOGT hreyfingunni í Svíþjóð og Finnlandi. Átakið hefur verið keyrt í nokkur ár í Svíþjóð og er farinn að breiðast til annarra landa. Svo sem Noregs, Færeyja, Íslands og Slóvakíu. Markmið átaksins er að vekja athygli á spurningunni hvers vegna áfengi ætti að vera svo stór þáttur af jólahátíðinni sem miðar svo mikið að börnum. Það dregur líka fram í dagsljósið börn sem ekki eiga að þola að búa við misnotkun áfengis hjá foreldrum. Mörg börn bera kvíðboga gagnvart rauðum dögum almanaksins þar sem foreldrar nota oft frídaga til áfengisneyslu og þess vegna viljum við Hvít Jól.

Í ÁR HAFA  22  SKRÁÐ SIG SEM SENDIHERRAR FYRIR HVÍT JÓL.
Skráðu þig hér:
Nafn
Netfang
Póstnúmer
 

Fylgist með Hvít Jól á facebook  og erlendum Hvít Jól síðum

       Weisse Weihnachten in Island  Weisse Weihnachten in Deutschland    Weisse Weihnachten in Schweden  Weisse Weihnachten in Norwegen  Weisse Weihnachten in Finnland  Weiße Weihnacht in der Schweiz      

Hvít Jól fulltrúar og sendiherrar

Hér er skriflega formið sem við notum til staðfestingar á þátttökunni

Sendiherrar Hvítra Jóla eru þeir sem taka undir hvatningu okkar að halda hátíðina Vímulaust og kvitta undir yfirlýsinguna.

Hvít Jól fulltrúar 2017 - Tökum afstöðu

Fulltrúar Hvítra Jóla eru þeir sem velja að nota ekki áfengi hátíðisdagana 24.-26. desember og hvetja aðra til að eiga vímulaus jól. Tökum afstöðu og fáum fleiri í lið með okkur.

 

Átakinu er skipt í tvo þætti. Annars vegar að fullorðnum og hins vegar börnum undir 18 ára aldri. Fullorðni þátturinn er til að breyta norminu og skoðunum gangnvart áfengisneyslunni. Þessi þáttur innifelur að finna flotta sendiherra sem standa fyrir góð gildi. Sendiherrarnir skrá sig á heimasíðuna eða hjá fulltrúum Hvít Jól. Flott fyrirtæki sem taka upp þessa stefnu líka og taka afstöðu gegn því að gefa áfengi í jólagjafir og láta vita af því. Fyrirtækin hvetja líka sitt starfsfólk til að halda upp á hvít jól án áfengis og vímuefna. Fjölmiðlaumræða er mikilvæg í þessu átaki og þurfum við að hvetja sem flesta til að vera með.

Gagnvart börnum og ungmennum eru settar upp skemmtanir í vímulausu umhverfi sem þau geta þá sótt í til að fá frí frá neyslu á þeirra heimili. Þar geta þau fengið stuðning og tilvísun í leiðir sem geta leitt til lausnar á þeirra vanda.

Hvít Jól 2015 25.11.2015

Aðalsteinn Gunnarsson Framkvæmdastjóri skrifar

Jólaandinn er vímulaus. Þrátt fyrir það hamast áfengisiðnaðurinn við að auglýsa nauðsyn þess að nota vínanda yfir jólin. Það er mikilvægt að við áttum okkur á að við þurfum ekki áfengi til að gleðjast. Við þurfum að hugsa um þá sem eru í kringum okkur.

Virðum rétt barna, líka rétt þeirra gagnvart neyslu áfengis. Hugur okkar leitar að góðum gildum í aðdraganda jóla. Hugurinn leitar til þeirra sem um allan heim beita sér fyrir friðsamlegri baráttu sína fyrir grundvallar mannréttindum. Þó að mannréttindabarátta sé mikilvæg, ekki síst fyrir börn og ungmenni úti í heimi, er nauðsynlegt að við missum ekki sjónar á málum sem gerast í okkar eigin samfélagi. Okkur hættir til þess að tengja baráttu fyrir mannréttindum þróunarlöndum eða einræðisríkjum en miklu síður aðstæðum í eigin landi og öðrum vestrænum ríkjum. Það getur á vissan hátt verið þægilegt að líta ekki í eigin barm, en sannleikurinn er sá að á hverjum degi brjótum við mannréttindi, m.a. á eigin börnum. Það gerist á götum úti, inni á heimilum og einnig í svefnherbergjum barna. Stundum án þess að við leiðum hugann að því. Vinnuhópur á vegum alþjóðlegu ungmennasamtakanna Active fór nýlega yfir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálann sem á honum byggir og komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt a.m.k. fimmtán greinum Mannréttindasmáttmálans er brotið á rétti barna hvað varðar neyslu áfengis.  Rétti sem oft virðist hunsaður í stefnumörkun og ákvörðunum stjórnvalda. 

Rannsóknir sýna að neysla áfengis veldur öðrum en neytendunum sjálfum tjón með ýmsum hætti, ekki síst börnum og ungmennum. Til dæmis er áfengi viðurkenndur orsakaþáttur í 16% tilvika misnotkunar og vanrækslu gagnvart börnum. Í Þýskalandi fjölgaði komum barna og ungmenna á neyðarmóttökur um 170% á árunum 2000-2008 og áfengi er orsakavaldur 7, 4% í örorku og ótímabærum dauða í ríkjum Evrópusambandsins. Framboð, aðgengi og ósvífin markaðssetning á áfengi gengur gegn mörgum ákvæðum Mannréttindasáttmálans og hefur áhrif á evrópsk ungmenni. Það er t.d. ekki spurning með stærstan hluta um hvort, heldur hvenær, börnin okkar byrja að neyta áfengis. Þau verða fyrir gífurlegum þrýstingi frá samfélaginu, þrýstingi sem haldið er uppi af hinum fullorðnu, m.a. með auglýsingum og annarri markaðssetningu áfengisframleiðenda og seljenda áfengis. Þetta er bein ógn við sjálfsákvörðunarrétt og sjálfsvirðingu barna og ungmenna.

Fleiri og fleiri fullorðnir gera sér grein fyrir þessu, sem marka má af því að 77% Evrópubúa styðja bann á áfengisauglýsingum, áróðri og annarri markaðssetningu áfengis gagnvart ungu fólki. Þrátt fyrir það láta stjórnmálamenn hjá líða að verja sjálfsagðan rétt barna og ungmenna til sjálfstæðrar ákvarðanatöku með því að banna afdráttarlaust áfengisauglýsingar og áfengistengdan áróður. Við þurfum að vernda mannréttindi barna og ungmenna í verki og gera betur í því að skapa þeim áfengislaust umhverfi og veita þeim frelsi til sjálfstæðis, þroska og heilbrigðs lífs. 

Markmið okkar í IOGT er lýðræðislegt samfélag, friðvænlegur heimur án áfengis og annarra vímuefna þar sem hver og einn fær notið sín. Við bendum á meðfylgjandi bækling sem unninn er af alþjóðlegu ungmennasamtökunum Active (í rafrænu formi) til frekari upplýsinga og umræðu. Bæklinginn má einnig sækja á netið af slóðinni:http://www.activeeurope.org/attachedFiles/documents/allrigths_booklet.pdf

Staðreyndir til íhugunar

•         Næstum 25% fimmtán ára unglinga í Evrópu eiga foreldra sem eru alkóhólistar.

•         Evrópska verkefnið Daphne sýnir að í 95% tilvika er áfengi aðal orsakavaldur ofbeldis gegn konum og börnum.

•         Í Evrópu búa um það bil 9 milljón börn og unglingar í fjölskyldum þar sem að minnsta kosti annað foreldrið er alkóhólisti.

•         Á Írlandi og Íslandi má rekja 71% heimilisofbeldis til misnotkunnar á áfengi og áfengi er talið meðvirkandi áhrifavaldur í 16% barnamisnotkunar og vanvirðu gagnvart börnum.

•         89% Evrópubúa vilja að bannað verði að selja og afhenda unglingum undir 18 ára áfengi.

•         77% Evrópubúa styðja að áfengiauglýsingar sem beint er að ungmennum verði bannaðar.

•         Drykkja foreldra leiðir til misnotkunnar á sjálfsöryggi barna og ungmenna.

•         Jafnvel þótt foreldrar séu eingöngu hófneytendur áfengis hefur það neikvæð áhrif á börnin.

•         7,4% fötlunar og ótímabærra dauðsfalla eru rakin til áfengis.

•         Jafnvel lítil áfengisneysla barnahafandi kvenna hefur gríðarleg áhrif á fóstrið.

•         Í þýskalandi varð 170% fjölgun á komum ungmenna á bráðamóttökur vegna áfengiseitrunar eða áfengisdauða á árunum 2000 – 2008.

•         Áfengisneysla skaðar milljónir annarra en áfengisneytandans sjálfs.

•         Í Evrópu er nútímans er ekki spurt hvort maður byrjar að drekka heldur hvenær maður byrjar að drekka.

•         Ungmenni geta ekki þrifist í núverandi áfengismenningu.

Til baka...

Frá IOGT á Íslandi í tilefni af jólum

Aðalsteinn Gunnarsson Framkvæmdastjóri skrifar

Virðum rétt barna, líka rétt þeirra gagnvart neyslu áfengis.
Hugur okkar leitar að góðum gildum í aðdraganda jóla. Hugurinn leitar til þeirra sem um allan heim beita sér fyrir friðsamlegri baráttu sína fyrir grundvallar mannréttindum.